Jónas Tryggvason 1916–1983
45 LJÓÐ — 22 LAUSAVÍSUR
Jónas var fæddur í Finnstungu í Blöndudal 9. febrúar 1916, vann við
bústörf með foreldrum sínum og systkinum á æskuárunum en fór á unglingsárunum til
borgarinnar að nema orgelleik en hvarf frá því vegna sjóndepru og fór að læra og síðan að stunda burstagerð og bólstrun dívana er fram í sótti. Hann flutti ofan frá Finnstungu haustið 1948 með Jóni bróður
sínum og fjölskyldu hans í nýbyggt hús þeirra í Ártúnum og fékk þar
rýmri aðstöðu fyrir iðnað sinn.
Tvílyft hús að Húnabraut 26 á Blönduósi byggði Jónas sér, flutti MEIRA ↲
Jónas var fæddur í Finnstungu í Blöndudal 9. febrúar 1916, vann við
bústörf með foreldrum sínum og systkinum á æskuárunum en fór á unglingsárunum til
borgarinnar að nema orgelleik en hvarf frá því vegna sjóndepru og fór að læra og síðan að stunda burstagerð og bólstrun dívana er fram í sótti. Hann flutti ofan frá Finnstungu haustið 1948 með Jóni bróður
sínum og fjölskyldu hans í nýbyggt hús þeirra í Ártúnum og fékk þar
rýmri aðstöðu fyrir iðnað sinn.
Tvílyft hús að Húnabraut 26 á Blönduósi byggði Jónas sér, flutti þangað
haustið 1959 og bjó í því til æviloka. Hann tók fljótt mikinn þátt í félagsmálum, fór að
syngja með Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps þegar hann hafði aldur til,
stjórnaði honum síðar í 7 ár og samdi lög fyrir kórinn og söngbræður
sína þar. Sönghóp karla úr Lionsklúbbi Blönduóss æfði hann um árabil,
kenndi söng við barnaskólann og spilaði við helgiathafnir á
Héraðshælinu. Hann var brautryðjandi við stofnun Tónlistarfélags
Austur-Húnvetninga og gjaldkeri og umsjónarmaður við tónlistarskóla héraðsins meðan
kraftar hans entust.
Jónas kvæntist 3. maí 1962 Þorbjörgu Bergþórsdóttur frá Fljótstungu. Hún var kennari
við Barnaskólann á Blönduósi og áhugamaður um félags- og menningarmál
eins og maður hennar.
↑ MINNA