Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Skilurðu vorið | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Skilurðu vorið

Fyrsta ljóðlína:Í hægindastól þú stritar
bls.56
Viðm.ártal:≈ 0
Í hægindastól þú stritar
stöðugt að reikna og skrifa.
Þú valdir af frjálsum vilja þitt starf
og vildir í rósemi lifa.

Hvort vor eða kaldur vetur
um veröld fer höndum sínum,
þú situr hér stöðugt og stimpast við
strikin úr pennanum þínum.

Er vetrarins köldu kyljur
kváðu sitt lag við þinn glugga,
þú breiddir þín skjöl á borðið, og sjá:
Hér bar á ei nokkurn skugga.

En svo, þegar hækkaði sólin
og söngur varð nýr í blænum
varð skrifstofan þröng og þungt hennar loft
og þú vildir komast úr bænum.

Þá vildirðu vorsins njóta
og verða þess aufúsugestur.
Að eignast í faðmi þess algleymisvé
varð ósk þín og draumurinn bestur.

En er það þá einungis vorið
sem annt þú og blærinn þess mildur
og veistu þá ei, að veturinn er
vorinu dálítið skyldur.

Þeim einum gat unaður vorsins
óskiptrar gleði fengið
sem hafði í vetrarins hríðarbyl
harðfrera lífsins gengið.

Þú vissir svo fátt um vetur
í værðinni innan þilja
og gengur því, ef til vill, eitthvað ver
unaðssemd vorsins að skilja.

Því aðeins að enduðum vetri
er unnt hverju vori að fagna
og ríkti hér alltaf eilíft vor
yrði angan þess hvergi til sagna.