Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Staðtölur

1291 ljóð
8892 lausavísur
1927 höfundar
624 heimildir

Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Viltu senda inn vísu, ábendingu eða leiðréttingu:
ihjstikill[hjá]gmail.com
Skrásetjari:
Ingi Heiðmar Jónsson
Engjavegi 67
800 Selfossi

Velkominn vertu

til þessa vísnasafns lesari góður!

Meira ...

Nýjustu skráningarnar

5. aug ’24

Vísa af handahófi

Ferskeytlan er lítið ljóð
létt sem ský í vindi
þung og dimm sem þrumuhljóð
þétt sem berg í tindi.

Bæði´ í gleði og þrautum það
þjóðin fjalla syngur.
Á þessu ljóði þekkist, að
þar fer Íslendingur.

Þar skal okkar móðurmál
minni dýrsta finna
er þú hvessir stuðlastál
sléttubanda þinna.

Ljós þitt skíni manni og mey
mýktu elli kalda.
Meðan týnist málið ei
muntu velli halda.
      -  -  -
Þá um sögn og söng er hljótt
segul mögnuð straumum
fremst af rögnum ríður nótt
reifuð þögn og draumum.
Ólína Andrésdóttir