Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Til þeirra, sem halda að ég sé skáld | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Til þeirra, sem halda að ég sé skáld

Fyrsta ljóðlína:Þið sögðuð ég ætti að yrkja ljóð
bls.185-186
Viðm.ártal:≈ 1950
Flokkur:Skáldsþankar
Þið sögðuð ég ætti að yrkja ljóð
og ávaxta svo mitt pund,
og mér var sjálfum í mun að reyna.
Það mistókst þó alla stund.

Ég kaus mér hörpu með háum streng,
en hafði ´hennar lítil not.
Hún flutti aðeins einróma tóna
og undarleg stefjabrot.

Þá skipti ég um og lágstemmd lög
ég lék nú á streng minn einn.
Þeim hæfði víst ekki að heyrast víða,
enda heyrði þau sjaldnast neinn.

Svo gafst ég upp, því engum er fært
að ætla sér þyngra en hann ber.
Ég kastaði hörpunni af hendi í dýpsta
hylinn við fætur mér.

Og harpan mín liggur í hylnum enn,
þó heyri ég stundum óm
frá strengjum hennar, sem hvíslað í eyra
með hálfkæfðum sorgarróm.

Þá verða mér löngum ljóð á vör
og lauskveðnar hendingar,
sem fæðast við störf mín í fjósi og hlöðu,
fæðast og deyja þar.

Mitt ljóð er augnabliks-ævintýr
í einsemd hins þögla manns.
Það geymist í dag, en er gleymt á morgun
og grafið í vitund hans.

Nú megið þið skilja að skáld er ég ei,
þar skortir svo mikið á.
Og eitt er að lofa Ólaf konung
og annað að heyra hann og sjá.


Athugagreinar

Harpan mín í hylnum bls. 53