Lauffall | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Lauffall

Fyrsta ljóðlína:Hníga að beði, hljótt sem á léttum væng
bls.71
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Hníga að beði, hljótt sem á léttum væng
haustbliknuð lauf í svörð, sem ei framar grær.
Daglangt mun ennþá dvelja við þeirra sæng
draumur um vor, sem fór um skóginn í gær.
2.
Vöggulag kvöldsins sefandi syngur blær.
Svefnhöfgans dásemd nóttin í fangi ber.
Draumur um vor, sem var hér á ferð í gær
vitjar á ný síns upphafs og gleymir sér.