Við sáumst | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Við sáumst

Fyrsta ljóðlína:Við sáumst að morgni
bls.15
Viðm.ártal:≈ 0
Flokkur:Ástarljóð
1.
Við sáumst að morgni
þá máninn skein.
Námum töfra hans
tvö og ein.
2.
Við hittumst í sólskini
síðla dags.
- Seg mér, hve langt er
til sólarlags.
3.
VIð fundumst í myrkri
þar fossinn söng
og nóttin varð ekki
nógu löng.
4.
Við sáumst aldrei
síðar né meir.
- Lag, sem ei hljómar.
Ljóð sem deyr.