Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Vöggustef | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Vöggustef

Fyrsta ljóðlína:Kveða vil ég kvæðið mitt
bls.68-70
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Kveða vil ég kvæðið mitt
kvæðið mitt um þig.
Enginn hefir yndislegri
augum horft á mig.
2.
Lítill vinur. Veistu ei enn
vorsins ævintýr?
Samt í þínum ungu augum
allt þess sólskin býr.
3.
Verður ekki vakan löng
vinur, ef ég sé
inn í heiði augna þinna
óska minna vé.
4.
Langt á bak við húmsins haf
hillir sólskinslönd.
Eitt sinn dreymdi æsku mína
einnig þessa strönd.
5.
Liðu dagar. Liðu ár.
Löngun minni brást
fararheill um úfnar unnir.
Aldrei ströndin sást.
6.
Loksins hef ég landsýn átt
litli vinur minn
óskalands í augum þínum
elsku stúfurinn.
7.
Leyf mér fagra landið þitt
líta hvert eitt sinn
þegar gneipar húmsins hrannir
hrekja bátinn minn.
8.
Veit ég þá mun óhætt enn
allri minni för.
Ertu að sofna litli ljúfur?
Leikur bros um vör.
9.
Ungum sveini dagsins djásn
draumsins veröld býr.
Vakir yfir vetrarkveldi
vorsins ævintýr.