Kristallshrím | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Kristallshrím

Fyrsta ljóðlína:Við göngum tvö um gulnaða haustsins jörð
bls.76
Viðm.ártal:≈ 1950
1.
Við göngum tvö um gulnaða haustsins jörð
Í grasi tindrar döggin frá vori því
er enn um himin ljómuðu léttfleyg ský
ins ljósa morguns handan við bláan fjörð.
2.
Við finnum bert, að afturkvæmt aldrei meir
við eigum á slóðir draumanna, þú og ég.
Í fylgd með nóttu höldum við hvort sinn veg
og húmið signir þá von, er í fang þess deyr.
3.
Og kyrrðin ber að eyrum, sem orðlaust rím
er ymja fjarlæg klukkunnar þungu högg
en myrkur haustsins mynnist við kvöldsins dögg
– að morgni hvílir hún stirnuð í kristallshrím.