Óskar Guðmundsson Eiríksstöðum 1932-´54 | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Óskar Guðmundsson Eiríksstöðum 1932-´54

Fyrsta ljóðlína:Hljómaði harpa
bls.47
Viðm.ártal:≈ 0
Hljómaði harpa
á heiðum morgni
björt og himinhrein.
Sungu sólfagrir
silfurstrengir
óð hins unga vors.

Hljóðnuð er harpa
við hálfnað lag.
Ríkir þögn - og þó
leika ljúflega
frá lagi því
tónar um tregans sal.

Harma skal ei horfna
hörpu þína,
vinur söngs og vors.
Muna skal á meðan
minning vakir
hljóminn þann inn hreina.