Gunnar Pálsson 1714–1791
55 LJÓÐ — FJÓRTÁN LAUSAVÍSUR
Prófastur í Hjarðarholti.
Gunnar var fæddur á Upsum á Upsaströnd, sonur síra Páls Bjarnasonar á Upsum og konu hans, Sigríðar Ásmundsdóttur. Sagt er þau hjón hafi bæði verið hagorð og svo börn þeirra öll. Gunnar stundaði nám í Hólaskóla 1729–1735. Hann var djákn á Munkaþverá 1737–1740 en veturinn 1740–1741 stundaði hann nám við Hafnarháskóla og lauk þaðan guðfræðiprófi um vorið 1741 og tók þá aftur við djáknaembætti á Munkaþverá um eins árs skeið. Gunnar varð síðan skólameistari á Hólum 1742–1753. Þá varð hann prestur í MEIRA ↲
Prófastur í Hjarðarholti.
Gunnar var fæddur á Upsum á Upsaströnd, sonur síra Páls Bjarnasonar á Upsum og konu hans, Sigríðar Ásmundsdóttur. Sagt er þau hjón hafi bæði verið hagorð og svo börn þeirra öll. Gunnar stundaði nám í Hólaskóla 1729–1735. Hann var djákn á Munkaþverá 1737–1740 en veturinn 1740–1741 stundaði hann nám við Hafnarháskóla og lauk þaðan guðfræðiprófi um vorið 1741 og tók þá aftur við djáknaembætti á Munkaþverá um eins árs skeið. Gunnar varð síðan skólameistari á Hólum 1742–1753. Þá varð hann prestur í Hjarðarholti í Dölum frá 1753–1785 og jafnframt prófastur Dalamanna til 1781. Gunnar andaðist á Stað á Reykjanesi 2. október 1791. Gunnar var einhver lærðasti maður landsins á sinni tíð og var talinn afburða skólamaður en miður fallinn til prestskapar. Hann fékkst mikið við fornfræðaiðkanir og vann að vísna- og fornyrðaskýringum fyrir Árnasafn. Gunnar þótti bæði skemmtinn og orðhittinn en heldur ölkær. Hann er tvímælalaust eitt af bestu skáldum 18. aldar en fátt eitt hefur verið prentað af skáldskap hans. (Sjá einkum: „Æviágrip Gunnars Pálssonar“. Bréf Gunnars Pálssonar II. Athugasemdir og skýringar. Gunnar Sveinsson bjó til prentunar. Reykjavík 1997, bls. 9–14) ↑ MINNA