Lambablómi | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Lambablómi

Fyrsta ljóðlína:Lömbin má hafa á vorin væn
Höfundur:Gunnar Pálsson
Heimild:Sunnanfari.
bls.5. árg. 4. tbl. 1.10 1895
Viðm.ártal:≈ 1750

Skýringar

„Eftir kvæðabók skrifaðri vestur í Dölum 1748 og þar eftir.“
1.
Lömbin má hafa á vorin væn,
ef vel er með þau farið,
á haustin þau líta, af hornum græn
held eg ei stórt í varið;
tímdu því bóndi að hafa þinn hrút
af hreinni töðu steyttan út
og kúga ei ærnar parið.
2.
Viljirðu að skerist vel þitt fé,
viljirðu ullar gæði,
að horað það ekki sjá til sé,
svo fylgjast mót þau bæði,
beittu því ei í bölmóðsgríð
sem berserkur í hverri hríð,
veit hey og hússins næði.
3.
Ef töðuhár getur til þess misst
til eg það mikið bata,
húsrúm og þrifnað lær með list,
lát bringuskarn ei ata;
hroðvirkur aldrei hrósun fann,
hristu vel fóðrið, dánumann,
ei slíkt sem hrafnar hrata.
4.
Stundaðu ei upp á horsins heill,
hún er þér engin prýði,
kvalari skepna vert ei veill
með vondu nirfils stríði;
tímdu að skera tíð þá er,
tímdu að gefa, ef björg ei þver,
svo fé þitt böl ei bíði.
5.
Á haust fram togi ei heldur langt
húsfreyjan rollu sína,
þá veður kemur stirt og strangt,
stofnast vill þar af pína,
um lambgimbrar þér lát og hægt,
leingi skyldi því kyni vægt,
það mun gagn seinna sýna.
6.
Ruglaðu ei saman öllu í eitt,
sem áttu sauðkindanna,
aldurs og krafta gættu greitt
og glögt þann mismun kanna;
þeim veturgömlu gimbrunum
gerðu nærfelt sem lömbunum,
raun þá munt síðar sanna.
7.
Árlega bæl þú allt þitt fé
á þínu túni breiðu,
grasbót mikil það get eg sé,
sem gefst þér vís til reiðu,
hleyptu ei snemma heldur til,
harðinda lömb eg forðast vil,
þau stýra ei gagni greiðu.
8.
Sumir menn færa fljótt í stekk
þá fimm eða sex hafa borið,
töðu hárs skerðing þeygi þekk
þeim er langt fram á vorið,
en kyrking grass og kuldastrá
kunna þeir síðan líka fá,
og sitt það sáð upp skorið.
9.
Fljótamanns eins var fallegt ráð,
er frumvaxta gras sligaða
upp lét sitt bítast allt í bráð,
það aðrir héldu skaða,
það gat sprottið, en þeirra’ ei rést,
því hefir meiri hans yrði frést,
heldur en hinna taða.
10.
Könnumst vér og við kreppulömb
köttum líkari en sauðum,
of sæl ei þeirra sýnist vömb
af sumarmosa rauðum,
menn þó að hæli moldarbeit,
mun það ei gagna hverri sveit
hjá körlum trúartrauðum.
11.
Nú hefi eg kveðið nokkuð þér
eg nenni ei yrkja meira,
ef annað forstand eftir fer
ávinna kantu fleira.
Búskapar öðrum bálki þá
bæti þeir við sem lyst hafa á,
ef framar fýsast heyra.