Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Bogavísur *b | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Bogavísur *b

Fyrsta ljóðlína:Margur bendir bogann
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.494--505
Viðm.ártal:≈ 0
Boga vísur
bónda Benediktssonar, fluttar honum
og konu hans, Sigríði Jónsdóttur,
í þeirra virðuligu brullaupi
að Staðarfelli þann 17da oct. 1765
af þeim, sem vildi
G-leðja P-rýðilegt S-amsæti.
Undir Maríu-vísna lagi Jóns biskups Arasonar.

1.
Margur bendir bogann,
en bilar upp að toga hann,
þykir vandgæf vogan,
sem verður mjög að hlátri
þrátt hjá þjóðu kátri,
:,: þetta er sveigt, sveigt, sveigt :,:
þetta er sveigt og hvörn dag hneigt
að heimskra manna spjátri.
2.
Þó er þessi vogan
að þrífa stundum bogann,
þó takist lítt að toga hann,
tíðum þarfleg iðja
eitt sinn, annað, þriðja;
:,: lærdóms má, má, má :,:
lærdóms má svo listum ná
og lengi þeirra biðja.
3.
Og þótt boga bendi
og beinskeytni frá vendi,
list sá hefir í hendi,
hann má ekki lasta
eður ört að kasta.
:,: Dæmin slík, slík, slík :,:
dæmin slík eru reynslu rík
um rekka vopnfimasta.
4.
Allir á ævi sinni,
en þótt boglist kynni,
orðtak frá eg svo inni,
eiga skotið glappa,
sem horfir lítt til happa;
:,: hægt ber því, því, því :,:
hægt ber því að hlæja að því,
sem hendir fremstu kappa.
5.
Mæltra máls hér bóta
mér eg kýs að njóta,
lítt þó listar nóta*
leiki mér í hendi,
þó ljóða bogann bendi
:,: Boga að, að, að :,:
Boga að í brullaups stað
og blíðu hans eignar kvendi.
6.
Þá skal benda að Boga,
en bogann upp kann toga,
um það vitna eg voga,
að vel er skotfær maður
í handfiminni hraður,
:,: miðar beint, beint, beint :,:
miðar beint og hittir hreint,
það er hans augastaður.
7.
Velur hann ei hið versta,
veiðir heldur hið besta,
heppnast hendi að festa
hvað, sem til vill skjóta,
og þess í náðum njóta.
:,: Gæfan hans, hans, hans :,:
gæfan hans, þess mæta manns
meina eg kunni ei þrjóta.
8.
Bogi er bestra jafni,
Bogi svarar nafni,
situr að sínu tafni,
sé honum vel að njóta
hér þess náði hljóta,
:,: en hvaða ör, ör, ör :,:
en hvaða ör (þú heimtar svör)
hefir hann til að skjóta?
9.
Þér eg þar um segi
þessi er skytisk eigi
Skrælings skeyti þeygi*,
skjaldmeyja né Partha,
sem kvíða þarf né kvarta;
:,: ekkert stál, stál, stál :,:
ekkert stál né eiturnál,
sem eymir líkams parta.
10.
Hér þarf sér ei hlífa,
hér er ei Gusa drífa,
flug hremsa* né fífa,
sem fleygir hann Bogi núna
né broddar karlsins Brúna,
:,: heldur ör, ör, ör :,:
heldur ör með aðra för
yfrið fagurbúna.
11.
Þóttu ei forðum flana
Phoebus né Diana,
goð* að gömlum vana
gjörðu bogann spenna
og skeytum rétt að renna.
:,: Skaði ein, ein, ein :,:
Skarði ein með ásum hrein
afbragð þótti kvenna.
12.
Þessir skakkt ei skutu,
skotmálanna nutu,
hvað sem vildu, hlutu,
hlaut þó Phoebus játa
meinskotin úr máta
:,: vissari ör, ör, ör :,:
vissari ör þar vera á för,
sem varð hann undan láta.
13.
Cupido menn kenna,
kalla guðinn þenna
hugi karla og kvenna
kunna* skeytum særa
og innst til ásta hræra;
:,: örin hans, hans, hans :,:
örin hans var sú til sanns,
er svo nam Phoebum æra.
14.
En hvað skal blindur benda
boga og skeyti senda?
Misjafnt mun það lenda,
megu það allir skilja,
sem vitsins gæta vilja
:,: betur sér, sér, sér :,:
betur sér hann Bogi hér,
ber þess ei að dylja.
15.
Hans var ástar-örin
ein til þessa kjörin,
glóaði gullleg förin,
gekk til hjarta kvendi,
hans þá kosti kenndi,
:,: en gamni frá, frá, frá :,:
en gamni frá sem gjörði eg skrá,
gælu eg minni vendi.
16.
Vel má vits þó geta,
sem vísur upp hér feta
og mönnum ber að meta,
máni og sól ei flana,
Phoebus og Diana.
:,: Þeirra ör, ör, ör :,:
þeirra ör er geislinn gjör,
sem gengur beint að vana.
17.
Margt gott mönnum færa
og mjög vel endurnæra,
en stundum seggi særa,
sól um dag kann stinga
og neyð á nóttum þvinga.
:,: Davíðs orð, orð, orð :,:
Davíðs orð eg ber á borð
brúðkaups fólki slynga*.
18.
En Cupidó kátur,
kænn og eftirlátur,
ást og Amors hlátur
ætla eg merkja kunni
af margra lærðra munni.
:,: Illt sem gott, gott, gott :,:
illt sem gott fyrir utan spott
að þeim hnígur brunni.
19.
Of mörg orð mín væri,
ef upp það telja færi,
hvað Cupidó kæri
og Cupidó hinn leiði
unnu* á aldurs skeiði,
:,: vorkunn þá, þá, þá :,:
vorkunn þá eg vona að fá
og víst um hana beiði.
20.
En bentu nú þinn boga
og bú við hýran loga,
vel muntu það voga,
og verði þér að góðu
unun* auðar tróðu,
:,: Bogi minn, minn, minn, :,:
Bogi minn, því bogi þinn
benti á happa sjóðu*.

Annar partur vísnanna

21.
En fyrst eg fór að kanna
fróðleik heiðingjanna,
börn Guðs munu ei banna
betri hluta að minnast,
fljótt sem kunna að finnast.
:,: Því skal fátt, fátt, fátt :,:
því skal fátt við fræðaþátt
fallinn þar um innast.
22.
Veit eg, vinur kenndi,
og valið höfðings kvendi:
þið í Herrans hendi
heita megið pílur
sendar margar mílur
:,: saman nú, nú, nú :,:
saman nú með sæmd og trú
í sess og eina hvílu.
23.
Því skal þar um biðja
þann gjöri hag að styðja
Drottins ást og iðja
allar lífsins tíðir
og södd lífdaga um síðir
:,: leiði hann, hann, hann :,:
leiði hann í lífsins rann,
sem ljóminn hæstur prýðir.
24.
Örvar í öflugs hendi
andi Guðs mér kenndi,
líkt sem boga bendi,
börnin heita megi
góð (það glöggt eg segi).
:,: Óska eg því, því, því :,:
óska eg því þess ykkur frí
á æru og brauðkaupsdegi.*
25.
Guðs er bogi bendur
með banvæn skeyti kenndur,
yfir illum stendur,
ykkur sé það fjærri,
en náð hans alltíð nærri.
:,: Vingan sú, sú, sú :,:
vingan sú og verndin trú,
sem veitist öllum hærri.*
26.
Enn er bogi blíður,
sem birtist löngum þýður
í skýjum furðu fríður,
friðarteiknið sanna
æ til allra manna,
:,: eins við dýr, dýr, dýr :,:
eins við dýr og allt, sem býr
um álfur heimsins ranna.
27.
Mætum Guðs af munni
miskunnarinnar brunni,
svo enginn efast kunni
af illu synda táli
margtekinn sáttmáli,
:,: alla stund, stund, stund :,:
alla stund um alheims grund
enginn trú´eg því brjáli.
28.
Kristi veldi kæra,
sem kann ei neinn fortæra
við skýja vottinn skæra
skaparinn gjörir líkja,
er æ og æ mun ríkja.
:,: Mun því hann, hann, hann :,:
mun því hann – eg segi sann –
síst frá heimi víkja.

29.
Gjört hefir Guð hinn sterki
sitt göfugt tignarmerki
í vitrana verki
vottinn þenna hreina,
glöggt sem orð hans greina.
:,: Merkir hann, hann, hann :,:
merkir hann – það kveða eg kann –
Krist og veldi hans eina.*
30.
Kemur aftur efni,
of langt hér sem nefni,
strax því frá því stefni,
í standi mig ei játa
það í ljósi láta.
:,: Spektar gnótt, gnótt, gnótt :,:
spektar gnótt, sem hjartað hljótt
hrærir yfir máta.
31.
En heiðingjarnir hafa
(hvað er um þá að skrafa?)
stóran villu vafa
vakið göldum rómi
af þessum dýrðardómi.*
:,: Þess meir ber, ber ber :,:
þess meir ber, að hjá oss hér
hefjist Drottins sómi.
32.
Enn* eg óska af hjarta
á ykkur megi skarta
þess friðarbogans* bjarta
blessun öll og sæla
meir en dugi að mæla.
:,: Lifi þið, þið, þið :,:
lifi þið í frelsarans frið.
Fellur þanninn gæla.

____________

31.
Nú er bogi bendur
og Boga vorum sendur,
þó væri ei svo umvendur,
sem víst til skyldan stendur
né að kostum kenndur.
:,: Hann eg fel, fel, fel :,:
hann eg fel og víf hans vel
í vors Guðs náðar hendur.

5.3. nóta] < njóta
9.3 þeygi] < þegi.
10.3 hremsa = fífa = ör.
11.3 Goð, 2287; góð, JS í Aii.
13.4 -a, 2287.
17.8 Ps. 121. [eða] I2I.
19.5 muni [?]
20.5 unnu, 2287. [?]
20.8 stöðu! [?]
24.8] Ps. 127.
25.8 Ps. 7.
29.8 Ez. 1 Apoc. 4 et 13.
31.5 [Í tveimur orðum í „2287“].
32.1 En [?]
[17] friðbogans [Í tveimur orðum í „2287“].