Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Morgunstef ((inter investiendum aliquando) * | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Morgunstef ((inter investiendum aliquando) *

Fyrsta ljóðlína:Drottinn minn, hvörs dvínar aldri dýrst hjálpræði
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.48–49
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Drottinn minn, hvörs dvínar aldri dýrst hjálpræði
undir þinni þúsundfaldri þolinmæði.
2.
Upp enn vakinn árla eg rís af inni mínu,
syndum þakinn, vegur þó vís að varast pínu.
3.
Leita eg náðar því hjá þér í þrenging minni,
hjálp virst bráða miðla mér af miskunn þinni.
4.
Allt það sérðu í æðsta veldi, er oss kann pína;
láttu ei verða að eilífum eldi illgjörð mína.
5.
Fyrir þíns sonar sáru pín, hans sveita og undir
gef mér von, að mýkist mínar mæðu stundir.
6.
Lát þinn anda leiða mig og liðsemd veita,
gráðugan fjanda ei gleðja sig, sem grimmd vill beita.
7.
Slysum öllum mér og mínum minnst frá venda,
glæpaföll á lífsins línu lát ei henda.
8.
Þinn ríkdómur dagligt brauð oss, Drottinn, veiti,
gef þess frómur, sem þinn sauður, sérhver leiti.
9.
Lát menn kunna að lofa þig um lífs stund talda;
síðan unn oss sífelldligri sælu að halda.
10.
Konungdóminn, kennidóminn, kristindóminn,
dýrðarljóminn, sælan, sóminn, sign þú Amen!
11.
Hjá oss vertu, himins-valda hrós og framinn.
Blessaður sértu um aldir alda, amen, amen!