Casus singulares | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Casus singulares

Fyrsta ljóðlína:Guð, vor faðir, án föðurs er,
Höfundur:Gunnar Pálsson
Heimild:JS 230 8vo.
bls.6–7
Viðm.ártal:≈ 1735–1755
Casus singulares

Tón: Andi guðs eilífur er etc.

1.
Guð, vor faðir, án föðurs er,
allir syngjum föðurnum lof hér;
föður nefnum, faðir, þig vér
af föður teknir aftur í sátt þér.
2.
Sonur bróðir sonarins hjá
syni frelstum ættleiddum þökk á;
son þig nefndi, ó! sonur guðs, sá
syninum í, sem allt gott oss lét fá.
3.
Andinn fyrir anda kraft sinn
anda vorum ber vitnisburðinn;
andann styrk þú, andi guðs, minn,
í anda og sálu glaðværð eg þá finn.

plurales
1.
Feður vorra feðra sínum
feðrum villtust hlýðandi: sýnum,
feður, ó! feður, oss framar um
áhyggna vor smábörn þeim feðrum.
2.
Synir standa sona í stétt,
sonum drottins fellur hans ok létt;
sonu, synir, sýnum oss rétt,
með sonunum bið eg um upprisu, þá dett.
3.
Andar föðurs andanna við
öndum satans veiti mér gott lið,
því um anda eg, þér andar, bið,
þeim af öndum svo mæti ei ófrið.

Conclusio
1.
Þríeining Guðs þrenningar er,
þrennum Guði lofgjörð og prís ber,
eining þrenna þig játum vér,
þrenni Guð í einingu, kristnir.
2.
Eining guðdóms ódauðleg þrenn
öll fyrir þín miskunnarverkin;
allt hvað hefur andardráttinn
ævinlega lofi þig. Amen.