Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Heilsan bókarinnar til lands-fólksins*b | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Heilsan bókarinnar til lands-fólksins*b

Fyrsta ljóðlína:Heilir, landar / og lýða kindir
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.320–323
Bragarháttur:Ljóðaháttur
Viðm.ártal:≈ 0

Skýringar

Kvæði þetta er greinilega ort vegna annarrar útgáfu Vísnabókar Guðbrands biskups sem fyrst kom út 1612 en var gefin út í annað sinn á Hólum 1748 í tíð Halldórs biskups Brynjólfssonar og þá nefnd „Sú gamla vísnabók“.
Heilsan bókarinnar til lands-fólksins*

1.
Heilir, landar
og lýða kindir
Ísa fróni á,
karlar og konur
og kristin börn,
sitið sæl í ranni.
2.
Hér em eg til yðar
húsa kominn,
ef lystir á að líta,
margfróð, skemmtin
og mikils virð
öldum fyrrum á.
3.
Lák í leyni
lengi tíðar,
svo mig fáir fundu,
Guðbrandur mig sæmdi,
sá inn góði herra,
fögrum ferða stakk.
4.
Fór eg of land
og of lýða *sjöt
salakynni að sjá.
Glöddust allir,
þegar hin góða frú
vildi með þeim vera.
5.
Eyddak tröllum
og úvættum
bragna byggðum úr,
ljótum lygum
og leiðu klámi,
páfa villu og púka.
6.
Tylftir ellefu,
tugur hálfur nær
voru liðnir vetra,
gamall varð minn stakkur,
gráföl varð mín kinn,
sinnti seggja fátt.
7.
Uns mig færði
fati gömlu af
heiðri vafinn herra
og af skarlati
skikkju gaf,
þá eg nú of herðar hefk.
8.
Halldór biskups heitir
Hóla stiftis,
sá var Brynjúlfi borinn,
hann er mér genginn
í Guðbrands stað.
Hans skal eg að góðu geta.
9.
Nú em eg svo fríð
sem eg fyrrum vark
æsku dögum á,
em eg nú aukin
ALDAR HÆTTI
og fríðri FLÆRÐAR-SENNU.
10.
Komið og kaupið,
kveðið og syngið
fríða forn-stafi,
fleiri skuluð fá
ef mér fagnið vel.
Mínar málvinur.
11.
En horskir hrafnar
skulu þeim á hám gálga
slíta sjónir úr,
sem mig lasta
eður leið-stöfum
kaldsinnaðir kveðja.
12.
Sitið heilir
söngva ranni í,
unið góðu gamni,
konur og karlar
og kæru börn
Ísa foldu á.

Landsfólkið svarar
13.
Velkomin þú ver,
vina fornaldar
og enna nýrri niðja,
fögnum og fögnum,
að hið fróða víf
gengur oss að garði.
14.
Vel sé Guðbrandi,
vel sé Halldóri,
er þig pelli prýddu,
blíðra menjar
ber þú um vort land,
lifi beggja lof.

* 1748. Pr. Su Gamla Vijsna-Book. Hólum 1748.
4.2 Siaut.
7.5 -y-.
7.6 (k ógreinilegt).