Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Eitt morgunvers | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Eitt morgunvers

Fyrsta ljóðlína:Gefi oss öllum góðan dag
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.6
Viðm.ártal:≈ 1735–1755
Tón: Eilíft lífið er æskilegt.

Gefi oss öllum góðan dag
guð faðir á himna trón,
allra kristinna allan hag
annist hans fyrirsjón.
Englarnir beri börnin hans
blessuð á höndum sér,
hér áfram, en til himnaranns
heim, þegar tíminn er.
Geym oss, drottinn, á brjóst og bak,
blessandi sérhvört andartak;
vert oss, ó! Jesú, öllum allt
alltíð fyrir þinn deyð;
hvört sem vér þolum heitt eða kalt,
hjúkri þín mildin greið,
hvört sem vér smökkum sætt eða salt,
sykra þú alla neyð.