Psalmur Davíðs VIII* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Psalmur Davíðs VIII*

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.273-274
Viðm.ártal:≈ 0
Psalmur Davíðs VIII
Tón: Gæsku Guðs vér prísum.

1.
Ó, Drottinn, vor drottnari!
hvað dýrðlegt er þitt nafn,
um öll lönd út þó fari,
ei finnst þér nokkur jafn,
á himnum þér þakka menn.
Í munni brjóstmylkinga
bjóst þér lof, svo þeir syngja
af þínum styrkleik enn.
2.
Móti grimmd óvinanna
er sú þín magtin sterk,
en eg sé hæð himnanna,
handa þinna dýr verk,
fagran fingra gjörning;
tilbúið tunglið skæra,
tíma þekking frábæra
og stjörnur allt um kring.
3.
Ó, hvað er aum mannskepna,
að þú svo minnist hans?
Hvað er manns barnið heppna,
hyggur að því til sanns?
Forlætur litla stund,
en krýnir hann með æru
í dýrð og tign frábæru,
allt gefur í hans hönd.
4.
Til samans sauði og uxa
og sérhvör villudýr,
fugla loftsins og fiska,
flest það í sjónum býr.
Drottinn, drottnari vor,
hvað dýrðlegt nafn þitt, Herra,
um heim allan skal vera,
þín magt er mikil og stór.