Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Matthildarkviða Danmerkur drottningar fyrst í þýðversku máli ort *b | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Matthildarkviða Danmerkur drottningar fyrst í þýðversku máli ort *b

Fyrsta ljóðlína:Hlakkar af hæstrar lukku
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.629-635
Viðm.ártal:≈ 0
Matthildar kviða 1)
Danmerkur drottningar
fyrst í þýðversku máli 2) ort
af
hans excellence
há- og velbornum herra
Hr. W. V. C. von Reitzenstein,
riddara, geheime-conference-ráði, ober-hof-
meistara yfir Sóreyjar háskóla og amt-
manni í Sóreyjar og Hringstaða amti,
við
hennar majestets komu
frá Englandi til Danmerkur
árum eftir Guðs burð MDCCLXVI,
en ári síðar
á íslenzk 3) ljóðmæli sett, með litlum
viðurauka útleggjarans.
Af en G-ammel P-oet

____________________

Hlakkar 4) af hæstrar lukku
hingaðkomu drottningar
kænastrar 5) Karólínu
kostgildustu Matthildar (vildustu)
dáðstyrkrar til Danmerkur,
dygðvandrar frá Englandi,
Sóreyjar huga hýrum
sem hjól veltandi skóli.

Ísland tekur undir,
Ísland fyrir ver handan 6)
hefir um alla ævi
útlenzk verk kunnað merkja,
fær ei valdið vor kuldi
(vitum ljóst) frernu 7) brjósti;
annara sælli 8) sunna
og 9) síurnar[1] gjöra oss 10) hlýja.

_________________

Yfir
hennar hátignar
drottningar
Karólínu Matthildar
farsælli hingaðkomu
leikur af fagnaði
sá Riddaralegi Sóreyjar
há-skóli

Nú kemur beztu hingað heilli 11)
hún, sem vor andi fagnar mest,
allir skunda mót sjón 12) ástsælli
að sjá, hvað af Guði oss tilsendist;
frómleiks og dygðar myndin mæta*
með æsku blóm og hegðan sæta
drottning heita Matthildur má.
Lukkusælt fólk! að líta megum,
Lovísu aðra móður eigum,
Danmerkur bót 14) drottningu þá.

*dygðir og blíðan blika 13) saman,
bundnar við ungdóms hýru framan
Karólínu Matthildi hjá.

Til allra heilla, yndis, blóma
Englandi bæði og Danmörk senn,
lætur Guð sjálfur saman koma
soddan vináttu band hér enn.
Beggja ríkjanna bænir og vonir
bezt fylltust, að nú komið sona er.
Velkomin dýrust drottning nú!
Þú kemur, vilt þó varla dvelja,
vér meðan kveðjur gjörum velja,
þú skundar, en hvert skundar þú?

Til bezta kóngs, sem býr á jörðu
bæði til þíns og vors Kristians,
hans lukka svo þín lukka verði,
lukkan þín verður einnig hans.
Laun þinnar dygðar hans er hjarta,
hreppir þú meira en krónu bjarta
með þessum panti, mætust frú; 15)
allvaldur 16) sá þig elska réði
óséna, og nefnda gjöf þér téði,
bíður eftir þér blessuð nú.

Kórónu verðust drottning dýra!
af drottni[2] færð í Norðurlönd,
eftirkomandi öld mun skýra[3]
ágæti þitt við sérhver stönd.
Ástríki frænda þóað þreyði
þín mjög saknandi, hann svo leiðir,
að ekkert soddan á þig beit,
því Kristians vors kærasta blíða
kann slíkt allt bæta, er á vill stríða,
að raskist ei þín rólegheit.

Ef móður skildir þar við þína,
þá koma tvær í hennar stað,
umfaðma þig og elsku sýna
aldregi mun þeim leiðast það.
Móðurligt hjarta mennta slynga
mun tveggja gleðja þig drottninga,
svo feginlega 17) fagnast þér!
Matthildur kom: þær lifna og leika,
líta menn ástsemd þeygi veika,
fögnuður jafnt það öllum er.

Við soddan þröng og sóknar læti
að sjá þig hið fyrsta móður lands,
rúmfátt verður, þó víð séu stræti,
vekur svo lystin huga manns.
Sórey vill ekki sér úr máta
síður en öllum fara láta,
tilkomu þinni fagnar fast, 18)
hefur því skyldu skatti þessum
skotið saman 19) af nokkrum vessum
ósk þér helguð 20) svo uppbyrjast:

Með blessan fórstu af Bretalandi, 21)
með blessan kom þú til vor inn,
Guðs* sjón yfir þér opin standi,
að ekkert hindri fótstig þinn,
til hæstu tignar heims að spranga, 22)
hvar gæfu og krónu þú munt fanga,
hvörtveggja af Guði er hugað þér.
Af Guði, er allt kann gott að veita,
gjörvöll dönsk þjóð og Bretar leita
þess, sem Matthildi að auðnu 23) er.

Ærunnar port þú innum gengur,
enn framar þó í brjóst vor inn;
þín gæfa (orð ei endast lengur)
æ mun staðföst og fullkomin.
Gnóg, þú ert oss til gleði borin
af grami 24) Kristiani brúður kjörinn,
ó hvað lukkulegt virkta val!
Tilfátt 25) er sagt, en senn munt finna
sælan 26) vorn konung, Matthild svinna,
sem elska þig og eiga skal.

Eður so:

Kærleiks verðastan konunghal. 27)

Eður so:
Ó hvað lukkuleg útvalning!
Tilfátt er sagt, en senn munt finna
sælan vorn konung, Matthild svinna,
kærleiks verðastan kóngbragning.

_______________

Viðurauki útleggjarans
Ensk borin drottning danska
dýrstu snilldar Matthildur!
Vor gleði og kóngs vor kæra,
kvenna sól, yndi sjóla,
enskar mægðir hughryggðum
hafa fyrr kunnað skirra; 28)
fylgi þér í höll hara
hvörs kyns nægð beztu frægða.

Veiti þér allt til æru
öll stönd á Norðurlöndum;[4]
víðir, himinn og hauður
hvers kyns fagnað þér magni;
eftirlæti, Guðs gifta
gefist framt þér óskammtað;
öll sú farsælu fylli
í fang Kristiani gangi. (vorum jöfri)

Mjög voldug Matthildur!
Mátthildur nefnast knáttu; 29)
kórónuð Karólína
karlinna 30) nú mun finnast.
Drottins sé með þér máttur,
magt þína náð hans krýni,
karl-vina sæl af sonum
sæl hér og þaðra 31) veri.


[1] siurnar.

[2] n-.

[3] skira.

[4] n-.