Hugvekja* | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Hugvekja*

Fyrsta ljóðlína:Syðra eg dáinn sagður var
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.227–231
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 0
Tímasetning:1787
1.
Syðra eg dáinn sagður var
snemma á þessum vetri,
efni er það til örvunar,
að ævin gjörist betri.
2.
Satt hér eftir kemur kvitt,
kann það bregðast eigi,
langt er vorðið lífið mitt,
líður að enda degi.
3.
Og lof sé Guði liðið er snart
lífið fallvalt þetta,
þá mun verða betur bjart
og byrði af herðum detta.
4.
Þá var komið þess mitt ár
þriðja og sjötuganda,
því mun Drottinn hjálpa hár
hefja mig snart úr vanda.
5.
Falls er von að fornu tré,
fausknum ber þess gæta,
að varbúinn ei við því sé,
sem vill hönum eitt sinn mæta.
6.
En lærðu að trúa og lifa vel,
líkt þá færðu deyja,
hér við má þitt hjartans þel
í huganum glaðvært þreyja.
7.
Reynslan kennir mönnum margt,
má þess síðan gæta;
en dauðanum fylgir önnur art,
eitt sinn skal honum mæta.
8.
Trúin verður að taka við
og treysta Guði sínum;
hans mun ekki losna lið
né leiðsla í dauða þínum.
9.
Ókunnugt var Ísrael
innan hafið rauða,
en Drottinn leiddi lýð sinn vel
til lífs, en ekki dauða.
10.
Fyrir trúna förin sú
fáheyrð gjörast kunni;
leiðir Guð svo lifandi trú
loks að síðustunni.
11.
Móses hlýddi og trúði traust
tilsögn Drottins vilja;
svo mun Guð ei lið sitt laust
við lifandi trúna skilja.
12.
Yfir um fluttist Ísrael,
af því Guði treysti.
En egypskir gistu hel;
þeim gafst svo mannleg hreysti.
13.
Svo er um traustið rangt og rétt;
raun hér vitni gefur,
hvörjum fyrir hvað er sett
og hvers vor nauðsyn krefur.
14.
Móses Guði sætan söng
samdi á þurrt land kominn
fyrir þau opnuð frelsis göng,
og fólkið kvað við Amen.
15.
Svo mun fegin frelsuð sál,
færð úr dauðans hafi,
sætlegt hefja sigurs mál
með signuðu engla skrafi.
16.
Aldrei þrjóta um eilífð kann
efni lofgjörðanna
fyrir sérhvern frelstan mann;
fær það reyndin sanna.
17.
Lof sé Guði! líður snart
leiðin hér ókennda;
öngvum býður hann of hart,
hér er oss gott að lenda,
og hér fær bragurinn enda.