Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Fréttavísur ársins 1773 *b | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fréttavísur ársins 1773 *b

Fyrsta ljóðlína:Seytján hundurð sjötíu og þrjú
Höfundur:Gunnar Pálsson
bls.bls. 310-317
Bragarháttur:Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Seytján hundurð sjötíu og þrjú
segjast liðin árin nú
hingaðburði Herrans frá;
hvað mun vera í fréttum þá?
2.
Það tel eg fyrst, að fallið er
fegurst blóm eitt presta hér,
Möðruvallna klausturs klerkur,
kostum hlaðinn, lærður, merkur.
3.
Þorlák nefnum Þórarins kund
þjóninn Krists með bestri lund,
harm það mörgum huga jók,
Hörgá þennan frá oss tók.
4.
Bið eg þess með bleika kinn
bæti Guð oss missirinn,
sný mér svo því efni að,
sem ásett hafði í þessum stað.
5.
Meðal annars maðurinn sá
minnisverðar gjörði skrá
Annals vísur árligar
um það helsta, við sem bar.
6.
Nú vill máske stinga í stúf,
stúrir margra lundin hrjúf;
en heldur en verði hvergi neitt
hér skal tína lítið eitt.
7.
Það er aðeins í þetta sinn,
það er ei framar hugur minn;
hagir mínir og háttalag
heimta mig með annað slag.
8.
Vilda eg heldur vekja menn
vel til þessa fallna senn;
á þeim höfum öngvan brest,
er það Guði að þakka best.
9.
Í fjórðungum fjórum lands
fara mundi best sá dans.
Seint eður aldrei sumt fæst spurt,
en sumt er fært úr lagi burt.
10.
Svo hefir vantað sýslumann,
síra Þorlák andaðan,
Erlend vestra Ólafs nið,
árs vísur þá skildist við,
11.
merkiligan mörgu í,
margan heyrða eg lýsa því;
upp á mót þó ætti títt,
allvel hafði fram úr strítt.
12.
Hér get eg þá höfðingjans,
Húnvetninga sýslumanns,
byrjan ársins burttók hann,
berliga margur sakna kann.
13.
Halldórs Bjarni son var sá,
sat Þingeyra klaustri á,
merkur, lærður malma Þór,
mannvits djúpur og rausnar stór.
14.
Stjórnsamur og stilltur vel,
stórhugaður með trúfast þel;
utan bæði og innanlands
ypparlig er minning hans.
15.
Burttók og frá bragna sjón
Bergsson prófast síra Jón
sérligt eystra sóttarfar,
sá mér kunnur ekki var.
16.
Nýung tvenna nefna má,
nú innkomna jöfri frá
senniliga í sumar hér,
saltgjörð það og prentverk er.
17.
Verk þau bæði vestanlands
vekjast nú fyrir utan stans;
í Vatnsfjarðar sókn er sett
saltgjörð þessi, *hefir eg frétt. [hefi] ?
18.
Hverinn vellir heitur þar,
hreinast salt eitt veraldar,
í víðar pönnur veitt er sjó,
vinnst það allt með hægð og ró.
19.
Annað pláss er ætlað til,
á Reykhólum nefnt eg skil,
það hafa líka þegnar reynt,
þeim og tekist verkið beint.
20.
Sonur Arnórs sýslumanns,
sigldur, lærður utanlands,
Jón að nafni, segist settur
saltbrennunnar meistari réttur.
21.
En mundi ei víðar mega um land
minnka vatns og seltu bland,
þar hver eður laug kann haga líkt?
Hvör einn kynni reyna slíkt.
22.
Mundi ei bóndi mega fá
með sín ráð og efni smá,
sem hönum dygði sjálfum nóg
og sveit hans máske drægi plóg?
23.
Annað verkið ypparlegt
ei mun heldur ganga tregt,
á Breiðafirði byrjast nú
bókasmíðar iðjan sú.
24.
Ólafur heitir Ólafsson,
ungur, lærður Hárs á kvon,
meistari nefndur mætur þar,
og með hönum Hoff til iðjunnar.
25.
Eiga að dreifast utanlands
eins sem hjá oss bækur hans;
fróðleik ýmsan fá menn þar
og fallegt margt til *skemmtunar.
26.
Hefðarverkið, hef eg það frétt,
Hrappsey í er niður sett;
þar af kveikist lærdóms ljós,
landsins æra, gagn og hrós.
27.
Óska eg nú af alúð þeim
ypparligu verkum tveim
(hugur minn ekki hikar par)
hvers kyns lukku og blessunar.
28.
Utanlands eg minnast má
merkiligt það tvennt hér á,
sem landsins er ei lítil sæmd,
líka nytsemd verður ræmd.
29.
Eg það fyrst í óði vek,
Árna Magnúss Bibliothek
af sér fæðir árligar
Íslands fornu bækurnar.
30.
Hálærða menn hefur sett,
herra ágæta í dýrri stétt,
siklings hyggjan sæl og frí
sex að stjórna verki því.
31.
Landar vorir lærðir þar
leggja og til þess hendurnar.
Enginn maður efa þarf,
að ágætt verður þetta starf.
32.
Annað er um ágætan
Eiríks nið oss samlendan,
hátt í settan herra stétt,
hans og dugnað metinn rétt.
33.
Sannast hér það sagði rík
Salomons spekin fæstum lík
iðjusams um upphefð manns
og ágæti hjá kongum hans.
34.
Þetta skeð fyrir ári er,
en ei gat kveðist fyrr um hér;
nú er það ritað inn í ár
og af því vitað þannig stár.
35.
Fögnum, hrósum, óskum eins,
alls kyns heilla og fjarska meins
hara, sem það Guð inn gaf,
og grúa manns, sem nýtur af.
36.
Nú er komið endann á,
um árferðina vil eg það tjá:
Í meðallagi veturinn var,
en vorið sterkan kulda bar.
37.
Nyrðra og vestra vott og kalt
vitum nær því sumarið allt;
svipað haustið þjóð hefir þótt
þessu fram að *vetrar nótt.
38.
Sunnanlands er sagt, að hey
seggjum hafi brugðist ei;
að austan höfum ekki spurt,
er það héðan langt í burt.
39.
Almennt heyrðust aflabrögð
allgóð syðra og vestra sögð,
en næðingarnir norðanlands
næring þá hafa sett í stans.
40.
Veiðileysi muna ei menn
meira í ám en nú var enn.
Almennt heilsa af Guði góð
gefist hefur landsins þjóð.
41.
Þökkum hönum allt og eitt,
er hans miskunn hefir oss veitt.
Bregðist ei hans blessan klár,
byrjum svo vort nýja ár.


17.4 hefir] svo.
19.1 pláts] svo.
25.4 skemmtunar] nytsemdar yfirstrikað.
33.2 færstum] svo.
37.4 vetrar nótt] svo í hdr.