Stafhent eða stafhenda (stuðlalag) | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Stafhent eða stafhenda (stuðlalag)

Kennistrengur: 4l:[o]-x[x]:4,4,4,4:aabb
Bragmynd:
Lýsing: Stafhent eða stafhenda (stuðlalag) er ferhendur háttur. Allar línur háttararins eru jafnlangar, fjórar kveður, tíðast allar stýfðar. Fyrir kemur þó að annað línuparið, fyrsta og önnur lína eða þriðja og fjórða lína, er óstýft. Séu allar línur óstýfðar mætti kalla það stafhenda breiðhendu. Endarímið er runurím eða kannski réttara sagt parrím þar sem saman ríma annars vegar fyrsta og önnur lína og hins vegar þriðja og fjórða. Óbreyttur er hátturinn án innríms.
Stafhent hefur alltaf verið nokkuð algengur rímnaháttur. Elsta dæmið um hann í rímum er í Sörlarímum, sem taldar eru ortar á 14. öld. Hátturinn kann þó að vera eldri því að hann fellur vel að því sem Snorri Sturluson kallar runhendu tekna af hrynhendum hætti í Háttatali (Þiggja kná með gulli glǫð; 91. vísa).

Dæmi

Viltu heyra, væna mín,
vísur, sem ég kvað til þín
eina þögla þorranótt
þegar allt var kyrrt og rótt.
Sveinbjörn Beinteinsson, Háttatal, bls. 44 – 241. vísa

Ljóð undir hættinum

Lausavísur undir hættinum