Anton Guðlaugsson í Lundi 1920–2013
ÁTJÁN LJÓÐ — 33 LAUSAVÍSUR
Anton Guðlaugsson fæddist 15. apríl 1920 í Miðkoti á Dalvík, sonur hjónanna Önnu Maríu Jónsdóttur og Guðlaugs Sigurjónssonar og ólst þar upp í stórum systkinahópi.
Árið 1946 stofnaði Anton sína eigin fjölskyldu, er hann kvæntist Sigurlaugu Á. Sveinsdóttur.
Þau eignuðust 6 börn og bjuggu alla tíð á Dalvík, lengst af í Lundi eða Karlsbraut 13.
Framan af ævi var sjósókn Antons aðalstarf, en hann öðlaðist skipstjórnarréttindi eftir nám á Siglufirði árið 1942. Um aðra skólagöngu var ekki að ræða utan nokkur ár í MEIRA ↲
Anton Guðlaugsson fæddist 15. apríl 1920 í Miðkoti á Dalvík, sonur hjónanna Önnu Maríu Jónsdóttur og Guðlaugs Sigurjónssonar og ólst þar upp í stórum systkinahópi.
Árið 1946 stofnaði Anton sína eigin fjölskyldu, er hann kvæntist Sigurlaugu Á. Sveinsdóttur.
Þau eignuðust 6 börn og bjuggu alla tíð á Dalvík, lengst af í Lundi eða Karlsbraut 13.
Framan af ævi var sjósókn Antons aðalstarf, en hann öðlaðist skipstjórnarréttindi eftir nám á Siglufirði árið 1942. Um aðra skólagöngu var ekki að ræða utan nokkur ár í barnaskóla.
Árið 1965 fór Anton í land og festi kaup á fiskbúð á Dalvík, sem hann rak í um tíu ár.
Síðan var hann fiskmatsmaður þar til hann hætti störfum.
Það var fyrst eftir það að hann fór að fást við vísnagerð að einhverju marki, í fyrstu grín og glens til samferðarmanna og um ýmis málefni.
Haraldur Zóphoníasson, vel þekktur hagyrðingur, starfaði þá á frystihúsi ÚKED, kom oft við í fiskbúðinni og skiptust þeir þá á nýjustu vísunum.
Aldrei bar Anton sig þó saman við Halla Zóp sem var meistarinn!
Einnig kváðust þeir á hann og Halldór Jóhannesson (Dóri Jó ), en þeir voru félagar í kór og Lionsklúbbi og oft flugu vísur á þeim fundum.
Árið 2004 tóku börn Antons saman kver með vísum og ljóðum sem safnast höfðu saman á lausum blöðum í skúffum og skrínum hjá honum. Úr þessu varð 50 bls. kver sem var prentað í um 20 eintökum og dreift innan fjölskyldunnar.
Anton lést 8. júní 2013 á Dalbæ, dvalarheimili aldraðra á Dalvík. ↑ MINNA