| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra
AAAA15

Alveg hreint mig yfir datt

Bls.1
Flokkur:Daglegt amstur


Tildrög

Gerða bað Sverri að gá að bátnum, en Sverrir brást illa við og sagði henni að þegja.
Seinni vísan um sömu konu, þegar hún sagði þau öreiga í þriðja sinn.
Alveg hreint mig yfir datt,
ég ætla þér að segja.
Hann Sverrir minn, ég segi satt
sagði mér að þegja.

Stöðugt verður staðreynd sú
staðföst mér í minni.
Að við erum orðin nú,
örsnauð þriðja sinni.