Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Gunnar í Mói 70 ára | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Gunnar í Mói 70 ára

Fyrsta ljóðlína:Dagfarsprúður, duglegur
bls.13
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1980-1985

Skýringar

Til Gunnars í Mói 70 ára 29.jan. 1983
Dagfarsprúður, duglegur
drengur margt vill kanna.
Skemmtilegur, skapgóður
skepnu vinur og manna.

Lifði sáttur við samtímann
sinnti flestum verkum.
Vinnuglaður jafnan vann,
vaninn skyldum sterkum.

Reglusamur, rólegur
reyndist lífs í þrautum.
Vonglaður og vinfastur
var á lífsins brautum.

Sviprík eru sjötíu ár,
sem hann veit og metur.
Gránuð eru gumans hár,
góðum dreng fer betur.

Gakk þú áfram Gunnar minn
grandvar lífsins veginn.
Settu markið síðast inn
í sælu hinu meginn.