Án titils | Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Án titils

Fyrsta ljóðlína:Hafnarstjórinn stóð í ströngu,
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1970-1980
Flokkur:Daglegt amstur

Skýringar

Þórir Hreggviðsson hafnarstjóri var rétt kominn í sjóinn...
Hafnarstjórinn stóð í ströngu,
bátar stefndu bryggju frá.
Sá ei mun á réttu og röngu
þegar rakst hann pollann á.

Hélt hann sér þar dauðahaldi
helltist brimið yfir hann.
Sálu sína koma taldi
synduga fyrir Skaparann.

En ljóssins faðir löngum góður,
létti sjávarþrýstingnum.
Lengur skyldi Hreggvis hróður
haldast hér í heiminum.

Skrifstofuna láta skyldi,
skýla sér hið næsta sinn.
Því að strax hann varla vildi
vaða beint í himinn inn.