| Kvæða- og vísnasafnið Haraldur
Kvæða- og vísnasafnið Haraldur

Innskráning ritstjóra

Barn ég álpaðist á bát

Bls.18
Flokkur:Skáldaþankar
Barn ég álpaðist á bát
bjóst þar fisk að draga.
Á því varð svo lítið lát
liðin er sú saga.

Vorið hefur sindrað sæ
og sumarkomu boðið.
Út hjá Nesi einn ég ræ
og afla mér í soðið.