Hjálmar Jónsson (Bólu-Hjálmar) 1796–1875
ÁTJÁN LJÓÐ — 31 LAUSAVÍSUR
Hjálmar var fæddur á Hallandi í Eyjafirði (S-Þing.) og ólst hann upp á bæjum beggja megin fjarðarins. Hann bjó lengst af í Skagafirði og við einn þeirra bæja sem hann bjó á þar, Bólu (Bólstaðargerði) í Blönduhlíð, var hann jafnan kenndur. Hann átti oft í útistöðum við ýmsa sveitunga sína og kvað þá gjarnan ófagrar vísur um þá og ávirðingar þeirra. Kveðskapur Hjálmars er mikill að vöxtum, rímur, ljóð og lausavísur.