Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Spádómur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Spádómur

Fyrsta ljóðlína:Ef ég fer á Akrahrepp
bls.2191
Bragarháttur:Samhenda með forliðabanni
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Ef ég fer á Akrahrepp
einkanlega með halaklepp
margir æpa: Svei þér sepp,
sæmd er lítt að fornum grepp.
2.
Hefir lengi lands um bý
lýst og teiknað fyrir því,
velta mundir armóð í
auðnuvisið skáldaþý.
3.
Löndungs stéla leptu vín
og leiðbögurnar éttu þín,
er þú spúðir eins og svín;
aldrei var þó menntin frýn.
4.
Við þér baki veröld snýr,
vitlaus ert og heilsurýr;
dauðinn líka frá þér flýr,
sem fordæmdum þar satan býr
5.
Öflugur varstu í illverkum,
ónýtur að mannkostum,
gálaus oft í gjörningum,
glappyrtur í kveðlingum.
6.
Þykkjustór í þönkunum,
þrályndur í atburðum,
blótsamur í bágindum,
brothættur í dyggðunum.
7.
Gleyminn mjög á góðvildum,
gírugur á matföngum,
drykkfelldur hjá dárunum,
djarfmæltur hjá stórherrum.
8.
Kjassmálugur hjá konunum,
kímdir oft að höfðingjum,
auðnurýr í útvegum,
óþarfur mjög heiminum.
9.
Nagaðu amarstéla stút,
steypi hún í þig þarmalút;
fargi þér hungur, frost og sút;
farðu strax úr bænum út!
10.
Hræ þitt þegar hylur jörð,
hreinsun stór er landi gjörð
glitri á þínum grafarsvörð
greyhunda og hrafna spörð.