Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Þjóðfundarsöngur 1851 | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Þjóðfundarsöngur 1851

Fyrsta ljóðlína:Aldin móðir eðalborna
bls.5–6
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður) ferkvætt AbAbAb
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:1851
1.
Aldin móðir eðalborna,
Ísland, konan heiðarlig,
eg í prýðifang þitt forna
fallast læt og kyssi þig,
skrípislæti skapanorna
skulu ei frá þér villa mig.
2.
Þér á brjósti barn þitt liggur,
blóðfjaðrirnar sogið fær,
eg vil svarinn son þinn dyggur
samur vera í dag og gær;
en hver þér amar alls ótryggur
eitraður visni niðrí tær.
3.
Ef synir móður svíkja þjáða
sverð víkinga mýkra er,
foreyðslunnar bölvan bráða
bylti þeim sem mýgjar þér;
himininn krefjumst heillaráða
og hræðumst ei þótt kosti fjer.
4.
Legg við, faðir, líknareyra,
leið oss einhvern hjálparstig;
en viljirðu ekki orð mín heyra,
eilíf náðin guðdómlig,
skal mitt hróp af heitum dreyra
himininn rjúfa kringum þig.
5.
Móðir vor með fald og feldi
fannhvítum á kroppi sér,
hnigin að ævi kalda kveldi,
karlæg nær og holdlaus er.
Grípi hver sitt gjald í eldi
sem gengur frá að bjarga þér.
6.
Sjáðu, faðir, konu klökkva
sem kúrir öðrum þjóðum fjær.
Dimmir af skuggum dauðans rökkva,
drottinn, til þín hrópum vær:
Líknaðu oss eða láttu sökkva
í leg sitt aftur forna mær!