Mannslát | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Mannslát

Fyrsta ljóðlína:Mínir vinir fara fjöld
bls.293
Viðm.ártal:≈ 1875

Skýringar

Í fjórðu línu stendur: „rifinn skjöld“ í Ritsafni en það er villa. Í eiginhandarriti Hjálmars stendur „rofinn skjöld“ og svo er það prentað í „Kvæðum og kviðlingum“ sem Hannes Hafstein gaf út 1888.
Mínir vinir fara fjöld,
feigðin þessa heimtar köld,
ég kem eftir, kannske í kvöld,
með klofinn hjálm og rofinn skjöld,
brynju slitna, sundrað sverð og syndagjöld.