Sálarskipið | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sálarskipið

Fyrsta ljóðlína:Sálarskip mitt fer hallt á hlið
Bragarháttur: Fjórar línur (aukin ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1850
Tímasetning:89–90
1.
Sálarskip mitt fer hallt á hlið
og hrekur til skaðsemdanna
af því það gengur illa við
andviðri freistinganna.
2.
Sérhverjum undan sjó eg slæ
svo að hann ekki fylli
en á hléborðið illa ræ,
áttina tæpast grilli.
3.
Ónýtan knörinn upp á snýst
aldan þá kinnung skellir,
örvæntingar því ólgan víst
inn sér um miðskip hellir.
4.
Bítur mér fyrir nesin naum,
í Naustavík hjálpar hvergi,
óláns því hrekst í stríðum straum
og steyti á Smánarbergi.
5.
Sundur þá leysir feigðar flök
og festir í jarðar iðri,
eitthvað burt flæmist öndin slök
illverka reifuð fiðri.
6.
Sýnist mér fyrir handan haf
hátignarskær og fagur
brotnuðum sorgar öldum af
upp renna vonar dagur.