Jón Ólafsson ritstjóri | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Jón Ólafsson ritstjóri 1850–1916

TÍU LJÓÐ — SEX LAUSAVÍSUR
Jón var fæddur 20. mars 1850 á Kolfreyjustað í Fáskrúðsfirði. Hann var sonur séra Ólafs Indriðasonar og konu hans, Þorbjargar Jónsdóttur frá Dölum. Hann var tekinn í Reykjavíkurskóla þrettán ára gamall 1863 og lauk þaðan fyrra hluta brottfararprófs 1868. Hann gerðist þá ritstjóri tímaritsins Baldurs sem hann ritstýrði til 1870. Tvisvar hrökklaðist hann úr landi vegna skrifa sem ergðu stjórnvöld, en hann þótti hvassyrtur og óbanginn við að senda tóninn þangað sem honum fannst að ætti við. Hann var ekki síst þekktur fyrir kveðskap sinn en hann orti til dæmis 21 árs gamall „Máninn hátt á himni skín.“

Jón Ólafsson ritstjóri höfundur

Ljóð
Auglýsing - Ath. forlið hjá Jóni ≈ 1875
Eldgosið ≈ 1875
Hallaðu aldrei á aumingjann ≈ 1875
Íslendingabragur ≈ 1875
Morgunstundir í skógi ≈ 1900
Mótlæti ≈ 1875
Ritstjóra-rúnir, ristar með gullpenna ≈ 1900
Skálkaskjól ≈ 1900
Smalavísur ≈ 1875
Til Íslands ≈ 0
Lausavísur
Blindur dæmir best um lit
Ef allt saman er einskis vert sem eg hef skrifað
Eg fór hálfan hnöttinn kring
Meir en fangi frelsið góða
Ungum lék mér löngun á
Yndisljóminn augað snart

Jón Ólafsson ritstjóri þýðandi verka eftir Höfundur ókunnur

Ljóð
Náhrafnarnir ≈ 1875–1900

Jón Ólafsson ritstjóri þýðandi verka eftir Bjørnstjerne Bjørnson

Ljóð
Ástarkvæði ≈ 1875
Fjallveg þá þú ætlar á ≈ 1975
Komdu, komdu kiðlingur ≈ 0
Sig bældi refur ≈ 1850
Söngur Sigrúnar ≈ 1875