Mótlæti | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Mótlæti

Fyrsta ljóðlína:Gæfunnar er hverfult hjól
bls.46–47
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:7. okt 1870
1.
Gæfunnar er hverfult hjól,
heimur það mér sýnir;
fokið er í flestöll skjól,
fækka vinir mínir.
2.
En lítt mun ráð að lækka sig
né láta undan síga;
heimurinn mun þá hrækja á mig,
á hálsinn á mér stíga.
3.
Enginn sér það ögn á mér
á mér láti eg festa;
best mun vera að barma ei sér
en búast í það versta.
4.
Einn þú sér hvað eg nú ber
allra stýrir láða;
en hvað ég geri og hvernig fer
hamingjan má ráða.