Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Fjallveg þá þú ætlar á | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Fjallveg þá þú ætlar á

Fyrsta ljóðlína:Fjallveg þá þú ætlar á
bls.153–154
Bragarháttur:Átta línur (tvíliður) fer- og þríkvætt aBaBcDcD
Viðm.ártal:≈ 1975
Tímasetning:1879

Skýringar

Ljóðið er úr „Kátum Pilti“ eftir Bjørnstjerne Bjørnson en þá bók þýddi Jón Ólafsson árið 1879. Knútur litli í Austurbænum syngur ljóðið uppi í trjátoppi þar sem hann er að fella lauf fyrir föður sinn.
1.
Fjallveg þá þú ætlar á
ekki skaltu gera
nestisbaggann þyngri þá
en þér sé létt að bera.
Drungann neðan úr dölonum
dragðu ei upp til fjalla,
í fjörugu kvæði fleytt’ ’onum
fjallshlíð niður alla.
2.
Fugl á kvisti fagnar þér,
flýr þig sveitarslaður,
loftið hreinna æ því er
sem ofar kemur maður.
Af fullu brjósti kveddu kátt,
kvikum hlær með rómi
minning bernsku í allri átt,
út úr hverju blómi.
3.
Statt þú við og tak þér tóm
til að hlýða’ á, vinur,
einverunnar ægihljóm
eyrum við sem dynur.
Afrækt skyldu ein og hver
ýlustrás í rómi
dymmt aðð eyrum dunar þér
dómsdags þrumuhljómi.
4.
Hrærast skelfast, hrædda sál,
hljóm þeim fyrir skaltu;
ber svo fram þín bænarmál,
bíddu’, en áfram haltu.
Kristur, Móses, Elías efst
enn eru þar á tindi;
og þá líta ef þér gefst,
ágæt ferðin myndi.