Smalavísur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (2701)
Afmæliskvæði  (13)
Ástarljóð  (32)
Biblíuljóð  (2)
Bæjavísur  (2)
Bænir og vers  (22)
Eddukvæði  (30)
Eftirmæli  (36)
Ellikvæði  (6)
Formannavísur  (16)
Gamankvæði  (30)
Grýlukvæði  (5)
Harmljóð  (1)
Háðkvæði  (4)
Heilræði  (10)
Heimsádeilur  (7)
Helgikvæði  (44)
Hestavísur  (1)
Jóðmæli  (3)
Jólaljóð  (5)
Kappakvæði  (5)
Lífsspeki  (5)
Ljóðabréf  (18)
Náttúruljóð  (50)
Rímur  (203)
Sagnadansar  (33)
Sagnakvæði  (4)
Sálmar  (388)
Sorgarljóð  (1)
Sónarljóð  (13)
Særingar  (1)
Söguljóð  (9)
Tíðavísur  (15)
Tregaljóð  (6)
Vetrarkvæði  (2)
Vikivakar  (13)
Vögguljóð  (5)
Ýkjukvæði  (5)
Þorrakvæði  (4)
Þululjóð  (4)
Þulur  (2)
Ævikvæði  (5)

Smalavísur

Fyrsta ljóðlína:Gaman er um holtin há
bls.31–33
Viðm.ártal:≈ 1875
1.
Gaman er um holtin há
hlaupa kringum ær í haga;
man ég alla mína daga
fyrsta sinn er sat ég hjá;
undur-vel lá á mér þá,
helst eg vildi hlaupa í sprett
Staðarheiði austur alla,
upp að Halaklett.

2.
Kleif eg frár um kletta og hlíð,
krækiberjum sokk ég fyllti,
en um féð mig einu gilti,
allt fór það á dreif og víð.
Sú var inndæl sumartíð.
Fagurt var um foldarból,
gott var upp á Grenishjalla,
glatt skein fögur sól.

3.
Halaklett ég upp komst á,
Ennþá koman þar mig gleður;
þá var bjart og besta veður,
út um hafið allt ég sá,
sá á Papey suður þá,
eygði svo í einum svip
fjörutíu franskar duggur,
fimmtán róðrarskip.

4.
Nú var farið féð á rás,
fljótt ég niður kleif í skyndi,
léttur rann, sem lauf í vindi,
hljóp í spreng með mæði og más,
stóð loks við á einum ás:
„Táta, fram hjá! tík ósein.
Ef þú féð mér færir aftur,
færðu roð og bein.“

5.
Táta gamla títt við brá,
teygði lappir, skrokkinn þandi
– það er hunda á hlaupum vandi –;
þegar kvíféð þetta sá
hrökk það upp við hundsins gá,
upp í hvamm og út sig breiddi,
eftir tölti ég.

6.
Síðan kyr í laut ég lá
lítinn bak við smalakofa
í forsælunni og fýsti að sofa,
fór ég til að snæða þá,
– tók úr barm mér cftir á
bók og las um litla stund,
síðan loks eg saddur festi
sætan miðdags blund.