Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Ritstjóra-rúnir, ristar með gullpenna | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Ritstjóra-rúnir, ristar með gullpenna

Fyrsta ljóðlína:Mig vill gigt og þreyta þjá
bls.205–206
Bragarháttur:Ferskeytt (ferskeytla)
Viðm.ártal:≈ 1900
Tímasetning:1893
1.
Mig vill gigt og þreyta þjá;
það er hart að lifa
og hafa sig hvorki í né á
en alltaf að verða að skrifa.
2.
Hvern dag fram í háttamál
húki’ eg á stól og skrifa,
hreyfi ei skrokk, en svelti sál;
svona má ég lifa.
3.
Ungum lék mér löngun á
að lifa til að skrifa;
sköp hafa því skipt, ég má
skrifa til að lifa.
4.
Ég á marga munna smá,
munna er þurfa að lifa;
mér er skylt að metta þá
og má því til að skrifa.
5.
Ekki sé ég önnur ráð
eigi þeir að lifa
en sál og líkam láta þjáð
og lífið úr mér skrifa.
6.
Tími að lesa enginn er,
alltaf verð ég að skrifa
heilsa og ævi þar til þver.
Og þetta á að heita: að lifa.