Auglýsing | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (2701)
Afmæliskvæði  (13)
Ástarljóð  (32)
Biblíuljóð  (2)
Bæjavísur  (2)
Bænir og vers  (22)
Eddukvæði  (30)
Eftirmæli  (36)
Ellikvæði  (6)
Formannavísur  (16)
Gamankvæði  (30)
Grýlukvæði  (5)
Harmljóð  (1)
Háðkvæði  (4)
Heilræði  (10)
Heimsádeilur  (7)
Helgikvæði  (44)
Hestavísur  (1)
Jóðmæli  (3)
Jólaljóð  (5)
Kappakvæði  (5)
Lífsspeki  (5)
Ljóðabréf  (18)
Náttúruljóð  (50)
Rímur  (203)
Sagnadansar  (33)
Sagnakvæði  (4)
Sálmar  (388)
Sorgarljóð  (1)
Sónarljóð  (13)
Særingar  (1)
Söguljóð  (9)
Tíðavísur  (15)
Tregaljóð  (6)
Vetrarkvæði  (2)
Vikivakar  (13)
Vögguljóð  (5)
Ýkjukvæði  (5)
Þorrakvæði  (4)
Þululjóð  (4)
Þulur  (2)
Ævikvæði  (5)

Auglýsing

Fyrsta ljóðlína:Kunnugt gjörist: til kaups fæst hér
bls.165–166
Bragarháttur:Sex línur (tvíliður+) fer- og þríkvætt aaBccB
Viðm.ártal:≈ 1875
Tímasetning:1883
Flokkur:Gamankvæði

Skýringar

Undir titli stendur:
(Undir nafni Einars prentara Þórðarsonar, sem
verzlaði með ætt og óætt, nýtt og gamalt, og
auglýsti alt í einni bendu).
1.
Kunnugt gjörist: til kaups fæst hér
Kvöldvökur, Balslevs tossakver,
Hersleb og hákarl stækur.
Galdrakver fást hér, Grallarar,
Grasakverið hans Béusar,
súrt smjör og Sálmabækur.
2.
Kýrrassa-bók og kaffi-rót
kofna-fiður og nýja Snót,
jafnvel Jóhönnu-raunir,
Hugvekjusálmar, hangiket,
húspostillur ég „skaffað“ get,
bræðing og enskar baunir.
3.
Skónálar, Bröndums brennivín,
Barnagull ný og Vídalín,
Píslarþankar og púður,
Kjöngsplástur, Brama, romm og rjól,
rokkar, náttpottar, smíðatól,
guðspjöll og glugga-rúður.
4.
Á gleraugum brotnum gef ég krít,
Grammatík eftir Halldór . . . . ,
hjólbörur hef ég stundum,
hrátjöru, pappír, hellu’ í þak,
Hugvekjur biskups, snústóbak,
og gamalt guðsorð í pundum.
5.
Hirðir og fleiri Halldórs verk,
Hreinlætis-pésann, reipi sterk,
sjómönnum sel ég mötu.
Ásborgar-játning, einirber,
Úlfars-rímur og Þorlákskver,
Sigurljóð, salta skötu.
6.
Sniðgylltan Mynster, magála,
messuvín, herta þorskhausa,
olíu’ og margt hvað meira,
Benedikts-sálma’ og kæfu’ í kút,
– Kristileg smárit gengin út,
og svo er um sitthvað fleira.