Náhrafnarnir | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Náhrafnarnir

Fyrsta ljóðlína:Gekk ég í húmi / um hringa storð
bls.14-17
Bragarháttur:Fornyrðislag
Viðm.ártal:≈ 1875–1900

Skýringar

Eftir dönsku þjóðkvæði
1.
Gekk ég í húmi
um hringa storð,,
ýrði úrigt
el úr lofti,
kalt var veður,
klaki yfir jörð,
frost og fjúk
og fannskefli.
2.
Heyrðag hrafna tvo
hræsoltna
krunka kjávísa
of kolli mínum;
feigð var þeim í augum,
í flugi illviti,
hungur í kviði
en hor í beinum.
3.
Hinn svaraði:
„Um heiðar fór ég,
of firnindi og fjalldrög;
und felli háu
á holurð gaddþaktri
gat ég að líta
ferðamann
fjörvi ræntan.
4.
Enginn veit
hve um hann fór;
hundur hans, Tryggur,
frá honum strokinn;
unnusta hans,
er hann ástum leiddi,
annan ungan svein
örmum vefur.“
5.
„Fljúgum, fljúgum,
fláum ket af beinum,
kroppum augastein
út út höfði;
úr lokkum ljósgulum
er léku um vanga,
skulum við hrafnsungum
hreiður gera.“
6.
Flugu náhrafnar
um fjöll og heiði,
holu hljóði
klökuðu hræfuglar;
heyrðag af vængjaþyt
veður í lofti,
feigðargust
af flugi þeirra.
7.
Sól mun á vori
svellgadd þíða
en ferðamanns bein
munu bleik og skinin;
hol mun þá hauskúpa
og höfuðbein
höfð að hásæti
á hrafnaþingi.
(18)68.