Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Sig bældi refur | BRAGI
Bragi, óðfræðivefur

Söfn

Íslenska
Íslenska

Persónuvernd:

Vefurinn safnar engum upplýsingum um notendur sína. Leturgerðir eru frá Google sem skráir notkun á þeim.
Vefkökur eru aðeins notaðar til þess að halda utan um innskráningar þeirra sem annast efnisstjórn.

Innskráning ritstjóra

Sig bældi refur

Fyrsta ljóðlína:Sig bældi refur und bjarkarrót
bls.63–64
Viðm.ártal:≈ 1850
1.
Sig bældi refur und bjarkar-rót
út við móinn, út við móinn.
Og hérinn stökk þar með hraðan fót
yfir móinn, yfir móinn.
Og geislum stafar á bjarka-blöð
því blessuð sólin hún skín svo glöð
yfir móinn, yfir móinn.
2.
Þá brosti refur und bjarkar-rót
út við móinn, út við móinn.
Og hérinn hljóp, og hann uggði’ ei hót,
yfir móinn, yfir móinn.
Hæ! nú er ekkert sem mæðir mig!
– Já, mikið leggur þú undir þig,
yfir móinn, yfir móinn.
3.
Og refur beið undir bjarkar-rót
út við móinn, út við móinn.
Og hérinn beint honum hljóp á mót
yfir móinn, yfir móinn.
Æ, æ! hver þremillinn þarna er!
Ert þú það frændi sem dansar hér
yfir móinn, yfir móinn.