Rósberg G. Snædal 1919–1983
ÁTJÁN LJÓÐ — 95 LAUSAVÍSUR
Rósberg G[uðnason] Snædal var fæddur í Kárahlíð í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Guðna Sveinssonar og Klemensínu Klemensdóttur sem einnig bjuggu á Vesturá og í Hvammi þar í dalnum. Rósberg tók próf frá Reykholtsskóla 1941 og kennaranámskeið frá Háskóla Íslands 1944. Hann var búsettur á Akureyri frá 1941, verkamaður og skrifstofumaður þar en stundaði kennslu 1942–1944 og síðan aftur frá 1965, fyrst á Akureyri en síðast á Hólum í Hjaltadal. Rósberg gaf út eftirtaldar ljóðabækur: Á annarra grjóti 1949, 25 hringhendur MEIRA ↲
Rósberg G[uðnason] Snædal var fæddur í Kárahlíð í Laxárdal í Austur-Húnavatnssýslu, sonur hjónanna Guðna Sveinssonar og Klemensínu Klemensdóttur sem einnig bjuggu á Vesturá og í Hvammi þar í dalnum. Rósberg tók próf frá Reykholtsskóla 1941 og kennaranámskeið frá Háskóla Íslands 1944. Hann var búsettur á Akureyri frá 1941, verkamaður og skrifstofumaður þar en stundaði kennslu 1942–1944 og síðan aftur frá 1965, fyrst á Akureyri en síðast á Hólum í Hjaltadal. Rósberg gaf út eftirtaldar ljóðabækur: Á annarra grjóti 1949, 25 hringhendur 1954, Vísnakver 1956, Í Tjarnarskarði 1957, 101 hringhenda 1964, Gagnvegir 1979. Einnig ritaði hann og gaf út þætti og þáttasöfn og má þar nefna Stafnsrétt í stökum og myndum 1961 og Skáldið frá Elivogum og fleira fólk 1973. Þá gaf hann út smásögur og samdi efni fyrir útvarp. Einnig ritstýrði hann Verkamanninum um eins árs skeið, sat í ritstjórn ársritsins Húnvetnings og fékkst við bókaútgáfu. Ásamt Jóni B. Rögnvaldssyni safnaði hann og sá um útgáfu á Húnvetningaljóðum 1955. (Heimild: Magnús Snædal sonur skáldsins) ↑ MINNA