| Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (8843)
Afbrot  (7)
Afmælisvísur  (17)
Ástavísur  (46)
Bitavísa  (1)
Blönduós  (4)
Blönduvísur  (24)
Brúðarvísa  (2)
Búsæld/basl  (22)
Bæjavísur  (25)
Bændavísur  (10)
Daglegt amstur  (58)
Draumvísur  (9)
Drykkjuvísur  (28)
Eftirmæli  (43)
Ellivísur  (23)
Ferðavísur  (41)
Fjarstæður  (2)
Formannavísur  (10)
Gamanvísur  (61)
Gangnavísa  (17)
Gátur  (2)
Háðvísur  (17)
Heillaóskir  (16)
Hestavísur  (52)
Heyskapur  (2)
Hindisvík  (3)
Hólmavík  (2)
Húnaflói  (13)
Húnvetningur  (11)
Jónavísa  (2)
Kersknisvísur  (177)
Lífsspeki  (54)
Mannlýsingar  (55)
minningavísa  (6)
Nafnavísur  (4)
Náttúruvísur  (79)
Níðvísur  (23)
Oddi  (1)
Oft er . . .  (2)
Póesíbók  (2)
Saknaðarvísur  (44)
Samstæður  (1210)
Skáldaþankar  (153)
Sléttubönd  (1)
Strandamenn  (6)
Svarvísur  (5)
Söguvísa  (1)
Trúarvísur  (3)
Veður  (5)
Veðurvísur  (44)
Vetrarvísur  (6)
Vísnasmíði  (4)
Vorvísa  (7)
Þingvísur  (5)
AAAA19

Að lengd hans engar leiða vil ég getur

Bls.33


Tildrög

Í Ferðafélagsbókinni segir: Tinnárdalur er alllangur (um 10 km). Hann þykir fremur seinfarinn, ekki síst að sumarlagi. Ekki er furða, að manni, sem gengið hafði yfir fjallið upp úr Villingadal, komið þreyttur niður í botn Tinnárdals eftir baráttuna við stórgrýtið á fjallinu og síðan gengið út allan dalinn, nær örmagna, hafi þótt dalurinn langur og þungur og röltið niður hann minna á sjálfa eilífðina. Rósberg kvað vísuna um dalinn eftir slíka göngu.
Að lengd hans engar leiða vil ég getur,
á leiðarenda þetta játað skal:
Ég ætti að skilja eilífðina betur
eftir að hafa gengið Tinnárdal