Hjálmar Þorsteinsson, Hofi á Kjalarnesi 1886–1982
ELLEFU LJÓÐ — 99 LAUSAVÍSUR
Hjálmar Þorsteinsson var fæddur á Reykjum í Hrútafirði (eða Miðfirði), bóndi á Mánaskál á Laxárdal fremri, síðar á Hofi á Kjalarnesi. (Kjalnesingar, bls. 216-219; Skáldið frá Elivogum og fleira fólk, bls. 46 og 54; Troðningar og tóftarbrot, bls. 270-272; Skagfirðingabók 1993, bls. 143-158; Húnvetningaljóð, bls. 331; Stuðlamál II, bls. 87). Foreldrar: Þorsteinn Ólafsson bóndi á Reykjum, síðar í Miðhúsum í Garði, og kona hans Guðrún Jónasdóttir. (Vesturfaraskrá, bls. 118; Föðurtún, bls. 410; Húnaþing I, bls. 254).