Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Stökur | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (1291)
Afmæliskvæði  (11)
Ástarljóð  (10)
barnagælur  (1)
Biblíuljóð  (3)
Eftirmæli  (13)
Ferðavísur  (3)
Gamankvæði  (18)
Háðkvæði  (8)
Heilræði  (1)
Hestavísur  (2)
Hindisvík  (2)
Húnaþing  (8)
Húnvetningar  (7)
Jóðmæli  (1)
Jólaljóð  (3)
Kappakvæði  (1)
Lífsspeki  (2)
Ljóðabréf  (6)
Náttúruljóð  (48)
Oddi  (1)
Rímur  (1)
Sagnakvæði  (1)
Sálmar  (2)
Sálmur  (2)
Skáldsþankar  (44)
Strandir  (2)
Söguljóð  (11)
Söngvamál  (1)
Tíðavísur  (1)
Tregaljóð  (4)
Þululjóð  (1)
Ævikvæði  (2)

Stökur

Fyrsta ljóðlína:Nú að sunnan sveif mér frétt
bls.fö. 3. nóv. 1961
Viðm.ártal:≈ 1950

Skýringar

Stökur til séra Bjarna Jónssonar vígslubiskups á 80 ára afmæli hans frá Hjálmari Þorsteinssyni á Hofi.
1.
Nú að sunnan sveif mér frétt
svo ég skyldi heyra
kulið haustsins kátt og létt
hvíslaði mér í eyra.
2.
Áttræður er einn í dag
– ungur þó og glaður
sem ég vildi senda brag
– sannur heiðursmaður
3.
Það er fátt um furðu menn
sem fátækt gerir ríka
en guð sé lof við eigum enn
einhvern Hallgríms líka.
4.
Greinir milli guðs og manns
græðir sinna barna
vel um lýsir veg til hans
– Vesturbæjar stjarna.
5.
Fegraðir störfin öll þín ár
er það gott að sanna
laginn ertu að lækna sár
leiðari guðs til manna.
6.
Gleðisól þín gæða hlý
geislum stráir björtum
ræktar kærleiks akur í
ótal manna hjörtum.
7.
Bónar einnar bið ég þig
sem breyti högum mínum
gætir þú neista gefið mér
af guðdóms eldi þínum.
8.
Þeirri af hreinni þrá ég brenn
þrautum til að varna
megi þjóðin eignast enn
ótal séra Bjarna.
9.
Ellin læðist leynt að mér
lausnar slæ ég vefinn –
fyrirgefðu, að flyt ég þér
fátæklegu stefin.