Þynnka | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Þynnka

Fyrsta ljóðlína:Sé ég ekki af víni vott
bls.102
Viðm.ártal:≈ 1925
Tímasetning:1950
Flokkur:Daglegt amstur
1.
Sé ég ekki’ af víni vott,
versna tekur hagur,
útlitið er ekki gott,
á þér, sunnudagur.
2.
Eftir fjörugt ferðalag
færist um mig hrollur
að eiga’ að hirða heima’ í dag
hesta, kýr og rollur.