Án heitis - vísur frá Hólum í Hjaltadal | Húnaflói – kvæða- og vísnasafn
Húnaflói – kvæða- og vísnasafn

Innskráning ritstjóra

Án heitis - vísur frá Hólum í Hjaltadal

Fyrsta ljóðlína:[Fyrsta ljóðlína ekki skráð]
Heimild:Són.
bls.11 bls. 122
Viðm.ártal:≈ 0
1.
Skakkar eru skýrslur allar
skuldum vafðir bændur spóla
en möppudýr og kerfiskallar
kúra inní bændaskóla.
2.
Reisa löppum riða á
rollan slöpp og kýrin.
Bændum kröppu kjörin ljá
kvóta- „möppu-dýrin.”
3.
Lukkufírar letrað geta
lögin skýr á eyðublað
Ær og kýr og merar meta
„möppudýr” á Hólastað.
4.
Við „kerfisköllunum” bölvum
og kveðum svo fast að orðum:
Nú totta þeir bændur með tölvum
sem tilberi og snakkur forðum.