Guðmundur Stefánsson í Minnibrekku, Skag. 1867–1927
ÁTJÁN LJÓÐ — 59 LAUSAVÍSUR
Fæddur 1867 í Miðsitju. Foreldrar Stefán Sigurðsson og Guðríður Gísladóttir í Miðsitju. Bóndi í Minni-Brekku í Fljótum. Orti mikið af erfiljóðum, vísum og tækifæriskvæðum, tvímælalaust einhver liprasti hagyrðingur í Fljótum á sinni tíð. Landið og náttúran var honum hugleikið yrkisefni og vísur hans margar sem kliðandi náttúrmyndir.