Deprecated: pg_query(): Automatic fetching of PostgreSQL connection is deprecated in /var/www/bragi/ljod.php on line 28
Að gleðja sig á góðra vina fund | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Að gleðja sig á góðra vina fund

Fyrsta ljóðlína:Að gleðja sig á góðra vina fund
Viðm.ártal:≈ 1885–1927
Tímasetning:1912

Skýringar

Ljóð flutt í kveðjusamsæti fyrir Hermann Þorsteinsson og Guðbjörgu Þorkelsdóttur, er þau fluttu frá Reykjarhóli í Austur-Fljótum vorið 1912. Þau hjónin bjuggu á Reykjarhóli 1874-1912.
Að gleðja sig á góðra vina fund
er gömlum alveg nauðsynlegt sem ungum.
Það vekur fjör og lífgar þreytta lund
og leysir mann ur deyfðarfjötrum þungum.

Því gleðin hún er heimsins óskabarn
og hjartkærasti vinur sveina og fljóða
hún yljar lífið, eins og sólin hjarn
á örmum hennar leikur flest hið góða.

Í hennar nafni höldum þennan fund
því heiðurs gestum okkar skemmta viljum
og óskum þess hún lífgi þeirra lund
og leiki við þau nú og eins þótt skiljum.

Hjá öllum gleðin víðtæk hafi völd
og vináttunnar broshýr samtök myndi.
Hún signi okkur sérhvern dag og kvöld
og sífellt drunga skuggum burtu hrindi.