31. júlí 1912 | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

31. júlí 1912

Fyrsta ljóðlína:Hylur kletta og kalda hlíð
Viðm.ártal:≈ 1912
Tímasetning:1912
Hylur kletta og kalda hlíð
kafalds hellan gráa
ekki er þetta ylrík tíð
úr honum slettist bleytuhríð.

Gefast varla grið að slá
gæðum halla tekur
byrgir hjalla hlíðin grá
hvítnar fjall og niður að á.

Mánaðar um mótin rétt
milli Júlla og Gústa.
Hræsvelgs barin hrammi þétt
hríðin var á norðan grett.