Æskusöknuður | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Æskusöknuður

Fyrsta ljóðlína:Á sumarmorgni æskunnar sól í heiði skín
Viðm.ártal:≈ 1900–1927
Á sumarmorgni æskunnar sól í heiði skín
silfurtær var lindin og rós á hverri grein
unaðsraddir söngfugla óma heyrði ég blítt
allt mér sýndist vera svo dýrðlegt og frítt.

Og sjálfur var ég glaður með létta og hýra lund
lék mér þá að yndælum blómrósum á grund.
Ég þenkti hvorki um heiminn né þrautir eða kíf
ég þekkti aðeins saklaust og vonfagurt líf.

Nú skil ég orðið fleira, en skilja kunni ég þá
nú skoða kann ég lífið svo mörgum hliðum frá.
Nú þekki ég betur heiminn og umhverfis mig allt
já, ótal margar stundir, sem dimmt er og kalt.

Ég syrgi þig mín æska sem flogin ert mér fjær
því fögur var þín minning og huga mínum kær
ég lýt þig aldrei framar, ó farðu, farðu vel
í forlaganna skauti mitt er líf og hel.