Jólanóttin veturinn 1901 | Vísnasafn Skagfirðinga
Vísnasafn Skagfirðinga

Innskráning ritstjóra

Flokkar

Allt  (46)
Bæjavísur  (1)
Gamankvæði  (3)
Tíðavísur  (1)

Jólanóttin veturinn 1901

Fyrsta ljóðlína:Himins skæri bogi blár
Viðm.ártal:≈ 1901
Tímasetning:1901
Himins skæri bogi blár
blíðu færir niður
ekkert bærist höfuð hár
helgur nærist friður.

Fegurð gyllir fjalla lind
frá oss villir trega
skín í fylling mánans mynd
mikið stillilega.

Fegri jól ei sveit kann sjá
sefur gjólan bitra
dýrðar bólum uppheims á
ótal sólir glitra.